Færsluflokkur: Tónlist

1979

Hér er lag sem allir ættu að geta flautað með: 1979 með Smashing Pumpkins. Og ég segi flautað með því það er erfitt að muna textann. Hann virðast ekki meika mikið sense. Ég syng allaveganna bara eitthvað bull þarna í viðlaginu: "We don't need hmmhammhhúúbleh..."



Þetta lag er eitthvað svo mikið nostalgía, þó ég hafi ekki hlustað á þessa hljómsveit á sínum tíma. Ég væri til í að vera ungur aftur að prakkarast eitthvað, þegar ég horfi á þetta. Mér finnst dálítið merkilegt að aðal hook-ið er hljóð en ekki melódía. Það gerist ekki oft. Lagið sjálft er samt vel samið og vel producerað; það stenst tímans tönn.

Myndbandið er líka skemmtilegt, fyrir utan hann Billy. Hvar á hann eiginlega að vera? Ekki í bílnum hjá krökkunm, nema hann sé kannski draugur úr framtíðinni. Og af hverju er hann alltaf með þennan kjánalega cocky svip?

Whoo! Alright - Yeah... Uh Huh!

Fyrir utan það að bera frábært nafn, þá er þetta lag bara svo mikið partý!



Lagið heitir Whoo! Alright - Yeah... Uh Huh! og er með hljómsveitinni The Rapture, sem ég hef ekkert hlustað á og veit ekkert um, en mér finnst þetta skemmtilegt. Það virðast allir vera svo hressir í þessu myndbandi að maður bara smitast. Og svo er líka svo gaman að dansa, en það virðast ekki allir vera sammála um það...


People don't dance no more
They just stand there like this
They cross their arms and stare you down and drink and moan and piss


Orð.


Lucky Three

Elliott Smith er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann gerði rosalega falleg lög og skemmtilega þunglynda texta, sem mér finnst vera mjög góð blanda. Í gær voru liðin 4 ár síðan hann framdi sjálfsmorð. Því algjörlega óskylt langar mig að sýna hér hvorki-tónlistarmyndband-né-heimildarmynd-ina með honum sem heitir Lucky Three: an Elliott Smith Portrait.



Lucky Three er tekin upp í október fyrir 11 árum, og er með þrem af uppáhaldslögum mínum með Smith: Between the Bars, Thriteen og Angeles, plús eitthvað gítargutl. Angeles er einmitt lagið sem ég heyri þegar ég á að vakna. Það er svo skemmtilegt lag að ég ýti oft á snooze, en þá spilast það einmitt aftur aðeins seinna. Oft legg ég mig á milli.

Ég sé á internetinu að það er að fara koma út bók eftir nokkra daga sem heitir einmitt Elliott Smith. Úúú spennó. Væri til í að lesa hana.

Sharevari

Það er föstudagur. Jibbkóla! Wizard

Það er þá mjög við hæfi að horfa á dans myndband frá 1982.

The Scene var dansþáttur frá Detroit sýndur á virkum dögum, sem virðist hafa verið mjög vinsæll hjá unglingum á þessum tíma. Lagið sem er verið að spila undir er Sharevari með A Number Of Names, sem er góð blanda af electro og disco. Þetta er frekar svipað og Italo Disco en það var eiginlega bara í evrópu á þessum tíma.



Það vantar wiki færslu um þennan þátt, en færslan um Detroit techno segir :

...Television programs like TV62 -- WGPR's "The Scene" featured a racially and ethnically very mixed selection of dancers every weekday after school, but the playlist was typically jammed with the R&B and Funk tracks of the day, like Prince or the Gap Band. Breakouts like Juan Atkins "Technicolor" under his Model 500 moniker eventually found their way onto The Scene.

Up 'til seven o'clock we rock non-stop! Ég er að fíla þetta!

New Favorite

Ég er búinn að vera hlusta á tónlist á YouTube og mér datt í hug að deila með ykkur þeim myndböndum sem mér þykir mikið til koma. Fyrsta myndbandið er New Favorite með Alison Krauss & Union Station.



Alison Krauss er líklega besta söngkona sem ég veit um, þó hún sé kannski ekki uppáhalds söngkonan mín. En hún og Union Station eru svo mikið fagfólk að það hálfa væri nóg. Ótrúlega fallegt og einfalt lag sem ég get hlustað á endalaust.

Myndbandið sjálft er ekkert spez, bara einhver skvísa í kjól og gaur með kleinuhring eitthvað hálf down.  En það er samt hljómsveit í garðinum hjá gaurnum.  Ég ætla að hafa hljómsveit í garðinum hjá mér þegar ég verð stór.  Miklu betra en að hafa sundlaug.


Um bloggið

Nyoro Nyoro

Höfundur

Aðalsteinn Guðmundsson
Aðalsteinn Guðmundsson
\(^o^)/

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 97

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband