Lucky Three

Elliott Smith er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann gerði rosalega falleg lög og skemmtilega þunglynda texta, sem mér finnst vera mjög góð blanda. Í gær voru liðin 4 ár síðan hann framdi sjálfsmorð. Því algjörlega óskylt langar mig að sýna hér hvorki-tónlistarmyndband-né-heimildarmynd-ina með honum sem heitir Lucky Three: an Elliott Smith Portrait.



Lucky Three er tekin upp í október fyrir 11 árum, og er með þrem af uppáhaldslögum mínum með Smith: Between the Bars, Thriteen og Angeles, plús eitthvað gítargutl. Angeles er einmitt lagið sem ég heyri þegar ég á að vakna. Það er svo skemmtilegt lag að ég ýti oft á snooze, en þá spilast það einmitt aftur aðeins seinna. Oft legg ég mig á milli.

Ég sé á internetinu að það er að fara koma út bók eftir nokkra daga sem heitir einmitt Elliott Smith. Úúú spennó. Væri til í að lesa hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nyoro Nyoro

Höfundur

Aðalsteinn Guðmundsson
Aðalsteinn Guðmundsson
\(^o^)/

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 109

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband