Færsluflokkur: Bloggar

Live With Me

Ég leitaði að Massive Attack á youtube í dag og fann þetta lag. Mér finnst þetta mjög flott lag og flott myndband. Ég hef ekki heyrt þetta lag áður, þó ég hafi hlustað mikið á Massive Attack. Heppinn ég að finna þetta! :D



Ég held að það sé tvennt í tónlist sem skiptir mestu máli og það er tilfinningin sem tónlistin gefur manni og tæknilegur frágangur. Ef þetta tvennt er að standa sig, skiptir ekkert annað máli.

Það er varla hægt að setja út á fráganginn í þessu lagi (ekkert frekar en önnur lög eftir Massive Attack), og mér finnst þetta lag/myndband rosalega flott. Ég kannast vel við að verða leiður og ölvaður, og ég hugsa að það geri það flestir.

Suzanne

Ég hef hlustað á eitt (og aðeins eitt) lag síðustu daga, frekar oft, og ég hef ekki enn fengið leið á því. Það er lagið Suzanne með Hope Sandoval and the Warm Inventions, tekið af plötunni Bavarian Fruit Bread frá árinu 2002. Ég er örugglega búinn að hlusta á það 57 sinnum eða eitthvað.



Við kynntumst nú reyndar Hope Sandoval í seinustu færslu, en hérna er hún aðeins eldri og sést sjálf ekkert í myndbandinu, allaveganna held ég ekki. Mér finnst þetta lag æðislegt og er frekar sáttur við að hafa fundið það fyrir tilviljun á YouTube. Það er svo þægilegt og laust við allt bling bling.

Myndbandið er líka frábært, frekar óvenjulegt en passar vel við þetta lag. Sérstaklega fíla ég sló-mó atriðið þegar konan (Hope, is that you dear?) er að standa upp og fara fram. Það gerir þetta litla einfalda atvik að einhverju meira, líkt og að skoða snjókorn í smásjá. En ég vil samt ekki vera að greina þetta of mikið, best bara að hlusta aftur.

Fade Into You

Hér er eitt sígilt lag eftir Mazzy Star. Mér finnst þetta lag alltaf jafn gott, það virðist eldast mjög vel (kostur sem ég met til mikils). Dreampop frá 1993, nostalgia í fyrsta sæti. Jei!



Fallegt lag. Ég skil samt ekkert hvað hún er að syngja um, en ég skil alveg hvernig henni líður. Hope Sandoval er frekar fín söngkona og svo er hún líka svo sæt í þessu myndbandi!

Þessir lestarteinar, eyðimörkin og þessi ameríski kaggi er mjög... uhh... amerískt. Svona líkt og lopahúfa, þingvellir og fyllirí er mjög íslenskt. En ég get samt ekki komist hjá því að finnast eins og það sé frekar kalt þarna hjá þeim.

Don't blame your daughter

Ég hlustaði mikið á plötuna Long Gone Before Daylight og þótti hún ágæt. En ég hef ekkert hlustað á nýjustu plötuna eftir Cardigans, sem heitir Super Extra Gravity. Ég er að fíla þetta lag, svo ég ætti að tékka á henni.   Þessi plata er samt alveg gömul, frá 2005.



Nina Persson er frekar hott, verð ég að segja. Mér finnst hún eldast einstaklega vel og svo tekst henni alltaf að bregða sér í allskonar mismunandi gervi í myndböndunum sínum. Það er skemmtó.

Myndbandið minnir dálítið á Radiohead, en samt ekki skilurru. Ég er að fíla þetta ágætlega. Ég ber dálitla virðingu fyrir þessu bandi, þetta er gott popp. En ég hef ekki mikið annað að segja um þetta núna. Best að leggja sig bara.

Hvað er blog án blogfærslu?

Hér sit ég og stofna blog.  Gríðarlegt stuð.  Ég er frekar andlaus núna, svo ég segi lítið af viti.  Vonum að það verið ekki alltaf þannig, en hver veit.  Þá þarf ég líklega að fara segja eitthvað heimskulegt.  En ég var að fatta í hádeginu að þegar maður hefur ekkert að segja, þá er maður líklega að hugsa fullt sem maður vill bara ekki segja við fólkið sem maður er tala við.

Um bloggið

Nyoro Nyoro

Höfundur

Aðalsteinn Guðmundsson
Aðalsteinn Guðmundsson
\(^o^)/

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband