18.10.2007 | 16:13
New Favorite
Ég er búinn að vera hlusta á tónlist á YouTube og mér datt í hug að deila með ykkur þeim myndböndum sem mér þykir mikið til koma. Fyrsta myndbandið er New Favorite með Alison Krauss & Union Station.
Alison Krauss er líklega besta söngkona sem ég veit um, þó hún sé kannski ekki uppáhalds söngkonan mín. En hún og Union Station eru svo mikið fagfólk að það hálfa væri nóg. Ótrúlega fallegt og einfalt lag sem ég get hlustað á endalaust.
Myndbandið sjálft er ekkert spez, bara einhver skvísa í kjól og gaur með kleinuhring eitthvað hálf down. En það er samt hljómsveit í garðinum hjá gaurnum. Ég ætla að hafa hljómsveit í garðinum hjá mér þegar ég verð stór. Miklu betra en að hafa sundlaug.
Um bloggið
Nyoro Nyoro
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.